Gamla apótekið er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, smyrslum, áburðum og olíum. Vörur Gamla apóteksins eru byggðar á gömlum uppskriftum frá þeim tíma er framleidd voru krem og áburðir í apótekum og má rekja fyrstu uppskriftir aftur til ársins 1953 þegar apótek Austurbæjar var stofnað á Háteigsvegi. Framleiðslan fór fram á Háteigsveginum þar til í janúar árið 2010 er við fluttum í stærra húsnæði í Síðumúla þar sem öll framleiðsla fyrirtækisins fer fram í dag.
Gamla apótekið er í eigu Lyfja og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur.