
Bólukrem
Bólukremið frá Gamla apótekinu er bakteríudrepandi og olíulaust krem, þróað í samvinnu við íslenska húðlækna. Bólukremið hefur græðandi áhrif og hreinsar húðina ásamt því að gefa góðan raka. Kremið inniheldur hvorki ilm- né litarefni og hentar sérstaklega vel fyrir andlit. Kremið má bera á einstaka bólur eða dreifa úr á stærri svæði til að draga úr bólumyndun og þrota í húð.
Bólukremið er tilvalið samhliða öðrum bólumeðferðum sem hefur áhrif á þurrk í húð.
Inniheldur hvorki ilm- né litarefni.
Magn
- 50 ml
Innihald
- Aqua, petrolatum, propylene glycole, chlorhexidine digluconate, stearyl alcohol, cetyl alcohol, ceteth-20, lanolin alcohol, cetrimonium bromide, carbomer, sodium hydroxide.
Varúð: Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.