Vaselín Salicylicum 2%

Feitt, rakahrindandi smyrsli með 2% salisylicum, sem örvar frumuendurnýjun og fjarlægir dauðar húðfrumur.
Mýkir harða húð, notast m.a. til að leysa upp skóf í hársverði ungabarna.

Notkun fyrir skóf í hársverði ungabarna: Berið smyrslinu jafnt í hársvörð barnsins, leyfið smyrslinu að standa þar til skófin mýkist upp. Gott að nota lúsakamb / þétta greiðu til að greiða skófina úr hársverði barnsins. Endurtakið eftir þörfum. ATH að eftir notkun getur húð barnsins verið rauð og aum, því er gott að láta 1-2 daga líða á milli meðferða. Til þess að ná fitunni úr hári barnsins má láta 1 tsk af matarsóda í 1 líter af skolvatni.

Inniheldur hvorki ilm- né litarefni.

Magn

  • 100 ml

Innihald

  • Petrolatum, salicylic acid, paraffinum liquidum.

Varúð: Geymið þar sem börn ná hvorki til né sjá.